Sunday, August 21, 2011

Fyrsta vikan / keppnin í Danmörku

Jæja þá er fyrsta vikan í nýjum skóla liðinn , Emil gengur vel , það er stíft prógram í skólanum frá 7 á morgnanna til 8 á kvöldin þar sem meðal annars er æft 2 sinnum á dag.
Emil er kominn á fljúgandi skrið í dönsku og á orðið mikið að félögum og líkar mjög vel.

Emil er genginn í Vejle Cykle klub ( www.vck.dk) og er þá orðinn löglegur í dönskum keppnum.
Hann tók þátt í sinni fyrstu keppni á laugardaginn og var það eins og allt annað sem gerist þessa daganna
" en stor oplivelse ".

Honum brá svolítið þegar enginn annar en Bjarne Riis var mættur á marklínuna með syni sína og litlu mátti muna seinna um daginn að Bjarne keyrði hann niður í stóra Audi bílnum sínum.

Emil tók þátt í sínum flokki U17 en það eru jafnaldrar hans og ári eldri en í þeim flokki voru 80 þátttakendur.

Guldhammer hafði gert keppnisplan þar sem hann vildi að Emil myndi ná að fylgja fremsta hóp og stinga af niður brekku í síðasta hring en það gekk ekki eftir því Emil lenti í að festast inni á milli manna á leið upp bratta brekku og þar sprakk hjá einum þeirra og á nokkrum sekúndum var hann dottinn úr fremsta hóp og náði honum aldrei aftur.
Emil sagði þessa keppni mjög harða og menn látið finna mikið fyrir sér og fannst honum  mjög lærdómsríkt að taka þátt.

Næstu helgi mun hann ekki keppa því þá fer DM fram í Kaupmannahöfn og hann má ekki keppa þar, þar sem hann er Íslendingur.

Myndir úr keppninnn á laugardaginn http://mbaek.dk/main.php?g2_itemId=98028&g2_page=2

Hilsen  Farman






No comments:

Post a Comment