Jæja þá er annar keppnisdagur liðinn, Emil lenti í öðrum riðli Criterium keppnarinnar og renndum við blint í sjóinn því hann hefur einu sinni prófað svona keppni á Íslandi en ekki með neina jafninga sér við hlið og því vissum við svo sem lítið hvernig þetta færi fram. En til að gera þetta enn meira spennandi þá fengum við líka sléttar 40 gráður á hitamælinn áður en keppnin hófst.
Danski landsliðsþjálfarinn setti dagsskipunina fyrir okkur þannig að Mattías K ( sem vann Gull í gær) myndi leiða grúppuna og Emil átti að elta hann , Mattihas átti að keyra grúppuna af stað en alls ekki of hratt í byrjun og hægja síðan enn meira og láta Emil stinga af og leifa honum að liggja á undan grúppunni.
Þetta plan gekk aldrei eftir því þegar þeir félagar komu á star línuna snerist athylgi fjölmiðla manna og annara keppenda um Mattias sem missti stjórn á sér og keyrði eins og hann ætti lífið að leysa, allir hinir stóru fylgdu á eftir og Emil var "sleginn" með olnbogum og höndum út úr hópnum eins og " pínu lítil fluga " strax í byrjun og komst aldrei í hópinn aftur , eftir það var vonin og trúin horfinn.
Eftir það reyndi hann að hjóla með keppanda frá Aserbjasan sem var ekkert nema leiðindin og vildi ekki vinna með honum og eftir stuttan slag við hann fór að bíða eftir því að vera sleginn út og endaði þar með í B úrslitum. Þessi grúppa sem hann hjólaði í var sú hraðasta og erfiðasta í þessari keppni og gott dæmi um það komst svíi sem hann sigraði í gær í A úrslit úr fyrstu grúppu.
Emil mætti síðan í B úrslit með hangandi haus og lenti í svipaðri stöðu og fyrr um daginn og var hringaður og endaði í 25 sæti í B úrslitum af 48 , sem skilar 73 sæti í heildar keppninni í dag.
Danir lentu líka í vandræðum og Jonas Paulsen sem þeir höfðu gert væntingar til að myndi vinna þessa keppni kom 17 inn í sínum riðli og lenti þar með líka í úrslitum .
Vonbrigði Dana voru ekki búinn þar því í A úrslitum var planið að Mattias K myndi hjálpa Mattiasi Risk með að taka gullið en í síðasta hring datt annar keppandi á Risk og stellið á hjólinu hans fór í tvennt á afturhlutanum.
Risk slapp ómeiddur og fær hjól í láni fyrir morgun daginn. Mattias K var annar þegar þetta gerðist en fékk skilaboðin of seint og var búinn að láta sig falla til baka til að hjálpa Risk og datt þar með niður í 10 sæti.
Lærdómsríkur dagur enn og aftur , það klikkuðu smá atriði sem klikka þegar þreytan segir til sín , Emil fór af stað án þess að borða nógu vel , gerðum okkur væntingar um að geta fylgt sem gekk ekki eftir , og þá hvarf vonin , trúin og sjálfstraustið, en sennilega gerði hann rétt að velja að spara kraftana fyrir hópstartið sem er á morgun.
Morgundagurinn
Á morgun er síðasti keppnisdagur 70, 2 km hópstart í gríðarlega erfðri braut sem ég lýsti fyrr í vikunni , við gerum okkar besta til að fara vel undirbúnir og skipulagðir í þá keppni og vonum að við náum að halda okkur fyrir ofan þá keppendur sem hann hefur sannarlega burði til að sigra, verkefnið er erfitt, en vonandi fer hann þetta á seiglunni og viljanum :
No comments:
Post a Comment