Monday, September 12, 2011

Annað stig og annar 50 kall

Þá var komið að þriðju keppninni í Danaveldi. Sú kepnni fór fram í Hendensted rétt norðan við Vejle, Emil og nokkrir félagar úr skólunum hjóluðu á staðinn og tók þótt. Keppninn var 64 km hópstrat og aftur voru rétt rúmlega 80 keppendur skráðir til leiks þannig að 25 sæti vori í boði em gáfu stig.

Emil fór í keppnina með væntingum að enda ofarlega en í fyrsta hring varð slys fyrir framan hann og hann keyrði yfir viðkomandi og  svo 3 sem keyrðu á hann. Við þetta fór keðjan af hjá honum og afturgjörðin skekktist.
Emil náði að tjasla þessu saman og hjóla áfram og þegar hann var að ljúka fyrsta hring og enn að hugsa hvort hann ætti að hjóla þetta einn hitti hann á annan sterkan strák sem hafði sprengt og ákváðu þeir að taka sénsinn og ná hópnum.
Þetta var góð ákvörðum því þeir hjólðu einir í 24 km og náðu pelatoninu á endanu í síðasta hring, Emil segir þetta erfiðasta sprett sem han hefur tekið enda ekki auðvelt að hjóla tveir uppi stóran hóp sem hjólaði á 40 km hraða.

Eftir að þeir náðu hópnum náðu þeir að detta inn í miðjan hóp og hjóla með þeim síðasta hringinn en þegar kom að enda spretti fór Emil ásamt nokkrum öðrum í " udbrud" en hann átti ekki nóga orku eftir til að klára það og í endasprettinum dróst hann aðeins til baka og endaði númer 22, þó ekki nema 2 sek á eftir fyrsta manni.

Glæsilegur árnagur engu að síður að ná að bjarga stigi með því að hjóla hópinn uppi og klára , drengurinn sem vann þessa vinnu með honum var aðeins óheppnari og var hjólaður niður í endaspretti og slasaðist lítillega.

Uppskeran 3 keppnir 2 stig.

Á morgun Þriðjudag mun danskur hjólreiðamður úr Team Saxobank og fyrrum Tour keppnandi halda fyrirlestur fyrir strákanna og gera á þeir Power test og vikuna þar á eftir fara þeir allir ásamt þjálfara í æfingarbúðir til Kaupmannahafnar þar sem einning verður fylgst með Heimsmeistarpkepnninni sem fer fram á götum borgarinnar.

No comments:

Post a Comment