Fréttir af Emil Tuma í Danmörk | 4.mars 2012 | Víglundur Laxdal |
Sæl öll og takk fyrir skemmtilegt samhjól í dag. Mig langar að segja ykkur smá fréttir og stöðu á mínum manni í danaveldi. Emil Tumi eða “ Túmi” eins og danirnir kalla hann er í góðum gír í skólanum í Vejle og er þar að undirbúa sig fyrir átök sumarsins. Emil er búinn að vera slást við smávægileg meiðsli en er búinn að jafna sig á þeim. Við tókum þá ákvörðun í vetur að skipta um klúbb og teljum það vera gæfuspor, nú hjólar hann fyrir VejenBC , en þar er mjög gott unglingastarf og góð samvinna við lið fyrir eldri unglinga (U19) sem heitir Team CHJ Group-Comentor og er Emil kominn í hóp hjá þeim sem kallasr U17 Talent ( efnilegir) sem er undanfari þess að komast í þetta lið. Það vera valinn í þann hóp gerir það að verkum að þú færð að fara í æfinga og keppnisferðir með liðinu og taka þátt í þeirra undirbúning. Þetta er stekur klúbbur og voru meðal annars að kynna nýja þjálfar í dag , Peter Meinert Nielsen, sem meðal annars hjólaði Tour De France fimm sinnum og var í fyrsta sigurliði Armstrong. Emil er á leið til Nice í Frakklandi í lok vikunnar til æfinga og mun vera í Nice þegar Paris – Nice líkur um næstu helgi. Emil mun æfa með skólanum fyrstu 4 daganna en verður svo eftir þar og æfir með sínum klúbb í viku í viðbót. Í sumar stefnum við svo á að hann hjóli í Danmörku enda mikilvægt ár framundan til að sýna sig en við erum að vinna í því að reyna fjármagna það að hafa hann þar og ef það tekst mun hann verða þar í það minnsta fram á haustið.. Einnig langaði mig að minnast á það að Emil var útnefndur sem styrkþegi í Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna hjá ÍSÍ fyrir árið 2012. Fyrsta keppni sumarsins er svo í Þýskalandi 24 og 25 marts og ætla ég að reyna að vera viðstaddur þá keppni. Kveðja Víglundur http://vejenbc.dk/boern-unge |
Monday, March 5, 2012
Fréttir af Emil Tuma í Danmörk
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment