Jæja þá kom stóri dagurinn sem við höfðum beðið eftir hér í Trapzon , 70,8 km Hópstart með 96 þátttakendum.
Emil vaknaði klár í slaginn borðari lítinn morgunmat kl 9 til að gleðja matarlystina sem hefur verið lítil eftir að átökin hófust. Síðan fór hann í spagetti át kl 11:30 og við rúlluðum af stað eftir það í miðbæ Trapzon.
Stemminginn var mögnuð rétt fyrir kl 13 þegar 96 drengir höfðu farið í gegnum gíra tjékk og stilltu sér við rásmarkið , þarna var hjarsláttur pabba orðinn mikill enda hræddur um að þessi dagur sem var okkar aðaláhersla í ferðinni myndi ekki enda vel miðað við formið í gær.
Drengurinn ræsti í þessum stóra hóp kl 1300 og var byrjað í miðri brekku þar sem endamarkið var líka.
Kallinn dreif sig á viðgerðarzone og beið þar með vatn , í fyrsta hring var drenginn enn í stóra hópnum , svoleiðis var staðann líka alla næstu hringi , nokkrir búnir að missa af hópnum en hann hélt sér enn inni.
Eftir 5 hringi ( ca 60 km ) var meðalhraðinn 45 km/klst og enn sat hann eins og kóngur í hópnum og virtist eiga nóg eftir.
Síðati hringurinn var hjólaðar stíft og þegar að komið var að brekkunni höfðu tveir slitið sig frá hópnum en hópur kom rétt á eftir , endaspretturinn byrjaði ekki fyrr en í byrjun brekkurnar og átti Emil þá erfitt mað að komast í gengum hópinn en skildi samt marga eftir í brekkunni .
Hann kom inn á tímanum 1.48.19 , 13 sek frá verðlaunasæti. Frábær árangur og sannar að hann er á meðal þeirra fremstu í þessari grein í Evrópu og getur farið stoltur héðan.
Hann er að vísu smá svekktur að hafa ekki farið fyrr af stað og jafnvel krækt sér í betra sæti en allt þetta fer í reynslu bankann. Hann beið alltaf eftir að Daninn færi en hann var sprunginn á því en Emil á meira enn nóg eftir og hefði alveg getað tekið sprettinn fyrr.
Það hafði einnig mikið að segja að vanta liðsfélaga til að búa til pláss fyrir endasprettinn en hjólasportið krest þess svolítið að hafa félaga til að hjálpa í brautinni svo þú lokist ekki inni í beygjunum. En það skrifast einnig á reynsluleysi að vita ekki hvenær hann ætti að fara.
Enn og aftur glæsilegur árangur og æðislegt að skilja 2 af 3 dönunum eftir fyrir aftan sig en þeir enduðu í 68 og 71 sæti , og sá þriðji þeirra í 53 með 1 sek betri tíma en Emil.
Íslenskir og danskir áhorfendur voru stoltir af honum í dag og ekki síst pabbinn sem ræður sér ekki að kæti enda markmiði ferðarinnar náð , búið að stimpla sig inn með sóma í þeim tveimur greinum sem hann hafði keppt í áður.
Núna er bara að spíta í lófanna og stefna á eitt mót í DK í haust.
Það var frábært að sjá í dag hvað þessar æfingar með Dönum hafa skilað okkur og vill ég hrósa ÍSÍ fyrir þetta frábæra skipulag að fara hérna fyrir mót og æfa.
Ef hann hefði ekki hjólað með þeim fyrir mót hefði hann aldrei setið þarna í dag því þessum hraða hefur hann ekki kynnst áður í keppni.
En eins og drengurinn sagði við starfsfólk ÍSÍ þegar hann kom í mark,
“ þetta er nú ekki flókinn íþrótt það þarf bara að hjóla “
Kveðja frá brosandi feðgum í Trabon Tyrklandi
TIL HAMINGJU!!!!!
ReplyDeleteNjótið vel dagsins.