Monday, July 25, 2011

Settningarhátíð

Jæja þá er stóra stundin runninn upp , í gærkvöldi gegnum við Íslendingar, 22 þátttakendur ásamt fylgdarliði inn á knattspyrnuleikvanginn hér í Trabzon sem tekur 24.000 áhorfendur í sæti.

Völlurinn var tröðfullur og ekki laust við að gæsahúðin sæist ofan úr stúku þegar allir þessir áhorfendur fögnuðu þegar litla íshokkýþjóðinn ( að sögn tyrknesku þulanna) gekk inn á teppalagðan leikvanginn.
Arna frjálsíþróttastúlka gekk fremst með þjóðfánan og svo allur hópurinn í kjölfarið , stemmingin á vellinum var mikil og einnig baksviðs þar sem 4000 þáttakendur gerðu sig klára til að ganga inn , mikið sungið og hvattningarhróp hljómuðu.

Það varpaði smá skugga á athöfnina en er víst að verða daglegt brauð,  að áhorfendur bauluðu á Ísraelsmenn sem gengu inn fljótlega á eftir okkur.

Eftir að allir voru gengnir inn og höfðu fundið sinn stað á vellinum fór í gang skemmtidagskrá og ræðuhöld sem Tyrkir geta verið stoltir af enda eru þeir að sækja um að halda OL 2020 og var gærkvöldið sýningarglugginn þeirra. Þegar eldurinn var tendraður tók við einhver magnaðasta flugeldasýning sem við höfum séð , það komu sprengur úr öllum áttum upp úr sviðinu, leikvangnum , grasflötinni  , alveg mögnuð sýning þar sem vatni, eldi  og laser geislum var blandað saman við flugelda.

Í dag byrjar svo alvaran , okkar fyrstu keppendur eru ýmist farnir í laugina eða á tennisvöllinn en nokkrir fá að sitja heima og undirbúa sig fyrir morgundaginn og er Emil Tumi meðal þeirra.

Dagskrá dagsins hjá honum er hvíld , stutt hjólaæfing , nudd og undirbúningur , á meðan sá gamli fær að sitja tæknifundi og ganga frá skráningum, fá númer og tilheyrandi fyrir morgundaginn auk þess að fá hjólið samþykkt.

Kveðja Frá Trabzon

Víglundur

No comments:

Post a Comment