Sunday, July 24, 2011

Dagur 4

Þá er komið að nokkrum línum frá okkar fjórða degi hér í pardís. 

Það er enginn smá lúksus að fá að njóta þess að æfa hér við bestu aðstæður og hafa engum öðrum skildum að gegna nema, borða , hvíla sig og þrífa hjólið. Emil sinnir þessu öllu vel og þá kannski einna best matnum ;) 
Matartímarnir hér eru langir og fer hann td alltaf tvisar í kvöld mat kl 18 og 22 svo hann eigi örugglega næga orku í næsta dag. 

Æfingin í dag var skemmtileg , allir þáttakendur í hjólreiðum á mótinu ( rétt um 100 manns ) komu saman við aðalinnganginn kl 10:30 og hjóluðu í lögreglufylgd í gegnum bæinn og niður í keppnisbrautirnar. Þar voru rúllaðir tveir hringir og menn fengu smá tilfinningu fyrir framhaldinu. Þetta var góður dagur fyrir "The Icelandic Cycling Team" þar sem við fengum bæði að skoða mótherjaranna og þeirra búnað. Ég vill segja að sjálftraustið minnkaði ekki við þessa reynslu enda Emil og danska landsliðið djarfir að láta til sín taka í þessum hóp og skemmtu sér konunglega. 

Æfingin kom Emil þægilega á óvart enda ljúft að rúlla í stórum hóp í miklum hita og reyndi ekki mikið á skrokkinn en styrkti sálina. 

Dagskráinn í dag er aðalega að éta og hvíla en kl 20:15 munu íslensku keppendurnir 22 ásamt 4000 öðrum ganga inn á leikvanginn hér í Trabzon þar sem settningarhátíðin fer fram. 

Morgundagurinn er hvíldardagur , við ætlum að rúlla einu sinni í rólegheitum í gegnum tímatökubrautina til að prófa gjarðasett og fleira. Svo taka við skráingar , úttekt á hjólum og tæknifundir seinnipartinn sem ég þarf að sitja ásamt fulltrúa ÍSÍ. 

Nú styttist í stóru stundina og eru ekki nema rétt um 44 tímar þar til Emil verðu kominn á fullt í tímatöku brautina og þar á eftir fylgja tveir mjög erfiðir keppnisdagar. 

Danski þjálfarinn er búinn að hafa orð á því að það þurfi að koma drengnum í skóla í DK og mælir með íþrótta skóla í Vejle þar sem hann getur stundað hjólreiðar að miklu kappi. 

Kveðja frá Trabzon 

Víglundur


Tyrkirnir fylgjast vel með og vildu komast á Facebook 


á leið á stóru hópæfinguna með öllum liðunum



Feðgarnir með öryggisverði sem bað um myndatöku


The Icelandic Team car 





Hér búa einn hjólrieðarmaður og tveir tennis kappar


Svalur með nýju Livestrong hjólagleraugun sem fjárfest var í í flugstöðinni. 
Olla og Geiri gáfu honum ferðapening sem fór í gleraugun auk þess að Kjartan í gleraugnaverslunni ákvað að styrkja hann. 


                                               Hæða mismunur í Trabzon , smá brekkur hér í bæ 


No comments:

Post a Comment