Wednesday, July 27, 2011

Okkar líðan

Svo til að leggja sportið aðeins til hliðar , þá líður okkur ógeðslega vel hérna í tyrkja-guddu landi , fólkið hér er frábært ( já Víglundur er að skrifa), maturinn æði ég hef aldrei borðað eins mikið af ólívum á 10 dögum ;)

Við feðgarnir erum búnir að vera samstilltari en nokkru sinni fyrr og njótum þess í botn að vera hér og einbeita okkur að hjólreiðum alla daga , við erum búinr að fá allt sem við vildum fá út úr þessari ferð og miklu meira en það , ótrúlega lærdómsríkt , búið að stimpla sig inn í hjólaheiminn og búið að ná samböndum í Danaveldi sem eiga eftir að reynast okkur dýrmæt.
Drengurinn er ákveðinn að fylgja þessu eftir og vinna áfram að markmiðum sínu í hjólreiðum.

Annars frábær dvöld í flottu umhverfi við góðar aðstæður sem henda okkur vel enda orðnir sólbrúnir og sætir þegar við komum heim í íslenska haustið.

3 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Gaman að vita að ykkur líður vel :) kveðja Mamma

    ReplyDelete
  3. Það kemur örugglega margt óvænt upp á fyrsta stórmóti einstaklings í íþróttum. Það eru háir veggir, urð og grjót og allur fjandinn í mannslíkjum sem þarf að yfirstíga. Haltu ótrauður áfram Emil, þú getur náð langt og gangi þér vel á þessari braut sem og öðrum brautum í lífinu.
    kveðja Jonni(jaj)

    ReplyDelete