Monday, July 25, 2011

Síðasti undirbúningsdagurin


Jæja þá er hann liðinn síðasti þægilegi dagurinn að sinni, á morgun tekur alvaran við með látum.

Í dag hjólaði hann tímatökubrautina til að prófa hvort hjólið væri ekki eins og hann vildi hafa það og aðeins að testa hlutina í síðasta skipti , allt gekk vel og hann klár í slaginn. 

Ég sat tæknifundi í dag og komu heima menn enn á óvart með skrítnu skipulagi , keppnin fer fram eftir reglum UCI nema þar sem það hentar þeim að breyta, td má ekki nota TT hjálm í tímatökunni og átti að banna heilgalla líka en þá sló lýðurinn í borðið.

Emil fékk úthlutað númer ( og UCI leyfi) og verður með númerið 48 á bakinu. Hann var einnig heppinn með startröð í tímatökunni en hann mun fara á stað númer 33 af 96 keppendum, og á hann rástíma kl 13:33 á staðartíma , 10:33 á íslenskum.
Það er mikil tilhlökkun í honum og hann er vel upplagður , hjólið ný bónað og klárt og allt annað að verða tilbúið, við eigum eftir að merkja keppnisbílinn og svo nærast og taka létta hreyfingu í fyrramálið.

Á miðvikudag er svo kríteríum og vorum við búnir að heyra að fyrstu 12 færu í A og næstu 12 í B úrslit, en fengum að vita í dag að fyrirkomulagið er annað.
Keppendum verður skipt í 3 riðla ( 32 í hverjum) og fara 16 úr hverjum í A úrslit og 16 í B , þannig að allir keppendur keyra tvær keyrslur þennan dag , 25 km um morguninn og 35 seinna um daginn , þetta gerir prógramið enn erfiðara þessa 3 daga því við vorum að reikna með að nota þessi keppni sem aðlögun að hópstarti en nú þegar möguleikarnir á því að komast í A úrslit eru orðnir meiri í vilji í drengnum að keyra þetta á fullum krafti.

Tyrkneska sjónvarpstöðin TRT sport sýnir beint frá leikunum og höfum við heyrt að þeir sýni hjólreiðar á morgun , spurning hvort sé hægt að finna hana á netinu.

Annars biðjum við að heilsa að sinni og skrifum aftur eftir fyrsta dag á stóra sviðinu ;)





No comments:

Post a Comment