Saturday, July 23, 2011

dagur 3

Dagur 3 i Trabzon

Hér gengur allt vel og öllum líður vel , við tókum daginn snemma í morgunmat og fórum síðan á æfingu með dönunum kl. 11 .

Dagskrá dagsins var:

  1. Interval keyrsla á hraðbrautinni
  2. 2 hringir í hópstart brautinni  
  3. 2 hringir í Criterium brautinni
  4. Rúllað létt upp að Olympíu þorpi.


Þetta var gífurlega flott æfing og frábær skemmtun, Emil fékk þarna sitt annað tækifæri að keyra með þessum efnilegustu hjólreiðamönnum Evrópu og stóð sig með miklum sóma. Þetta var hröð keyrsla og á ca. 6 km kafla lágu þeir og keyrðu um og yfir 50 km hraða á beinni braut. Drengurinn gerði sér lítið fyrir og fylgdi þeim í þessari keyrslu og reyndar alla æfinguna. Stemmingin meðal hans og dönsku strákanna er frábær og miðla þeir reynslu til hans eftir bestu getu.

Keyrslan í hópstart brautinni gekk mjög vel en brekkan á eftir að verða erfið á keppnisdegi enda brött helv. af henni. Emil leið vel í þessari keyrslu og fylgdi þeim dönsku vel eftir , í seinni hluta keyrslunnar buðum við foreldrum dönsku strákanna með í bílanna og var það mikil skemmtun að keyra með þau, sérstaklega einna mömmuna sem var mjög hrædd á meðan á þessari keyrslu stóð í traffíkinni hér í Trabzon.

Seinni hlutinn fór í að skoða Criterium brautina og enn og aftur komu Tyrkirnir á óvart og verður hún að teljast mjög erfið með lúmskri langri brekku hálfa leiðina.

En í fáum orðum sagt frábær dagur sem vegur mikið í reynslubókinni og pabbi gamli gat ekki annað en verið stoltur af drengnum sem á 15 mánaða feril að baki í götuhjólreiðum og er þarna að hjóla með strákum sem hafa extra 6 ár í löppunum.

Fyrir ykkur sem viljið skoða aðstæður live og sjá danina sem hann er að hjóla með þá er linkur hér að meðan frá pressu æfingunni þeirra í gær


Dagskrá sunnudagsins var æfing með dönum , en rétt í þessu var að berast tilkynning um samæfingu og brautarskoðum með öllum liðunum þannig að við kynnum okkur það betur í fyrramálið. 

No comments:

Post a Comment