thessi mynd synir endan a kriterium brautinni en snuningurinn er i kringum bygginguna
Dagur 2 ; )
Eins og fyrr sagði líður öllum vel hér og Tyrkirnir eru uþb. að ljúka framkvæmdum á gististaðnum og öðrum byggingum. Tyrknesk byggingalist er ekki sú vandasta sem sést hefur , en við vitum í það minnsta hvar fúskið er fundið upp.
Við " the Icelandic Cycling team " sem stundur fílar sig eins og gamla góða "Jamica Bobsled team" fengum bíl til afnota í dag sem verður eingöngu fyrir okkur , það gerir þessa umgjörð enn betri og gerir okkur kleift að æfa í brautinni þegar okkur hentar og skoða aðstæður til að undirbúa okkur.
Trabzon er löng standlengja og með byggð í fjallshlíðinni fyrir ofan þannig að hugtakið " brekka " hefur fengið nýja skilgreiningu hér , sérstaklega eftir að Emil hjólaði upp brekkuna að Olympíu þorpinu í gær.
Hópstart brautin er mjög erfið og sérstök, hún er 11,6 km hringur um miðbæ Trabzon sem þarf að hjóla 6 sinnum ( 70,8 km) , Keppnin byrjar í efri hluta bæjarins og er hjólað ca 5 km á tvöfaldri akrein sem liggur svolítið upp og niður og tekur ágætlega á keppendur , þá er tekinn hringbeygja niður aðrein inn á hraðbraut sem liggur með strandlengjunni og er beinn flatur kafli ca. 5 km, en þá skyndilega tekur brautin á sig 90 gráðu beygju upp í gegnum verslunargötu í miðbænum og er sá kafli mjög brattur og endar á litlum hellusteinum mjög ójöfnum ( og hálum ef rignir), þegar komið er upp þennan kafla er tekinn sérstakur snúningur aftur upp á veginn þar sem keppnin hófst og þar aftur keyrt inn í brautina. Það sérstaka við þessa erfiðu braut er að markið er í enda brekkunnar á ójafna undirlaginu.
Danski þjálfarinn sem er reynslu bolti í þessu segir þessa braut ótrúlega erfiða og verður gaman að sjá hvernig þessi keppni þróast þar sem keppendur þurfa að sjálfsögðu að fara 6 sinnum upp þessa skemmtilegu leið í gegnum verslunargötuna.
Í dag á okkar öðrum æfingadegi, fengu vinir okkar frá Danmörku frí frá okkur en miklar væntingar eru til þeirra liðs og fóru þeir á " pressu" æfingu í dag þar sem danskir fjölmiðlar með myndatökuvélar fylgdu þeim eftir og tóku viðtöl í kjölfarið.
En við eigum hinsvegar planaða æfingu með Dönunum kl. 11 í fyrramálið þar sem markmiðið er að keyra tvo hringi í brautinni.
Það frábært að sjá hvernig Danirnir taka Emil inn í hópinn og er hann bara eins og einn af þeim í þessum samæfingum. Ótrúlega mikilvæg og lærdómsrík reynsla fyrir straákinn og líka Víglund situr með dönsku þjálfurunum í bílnum og nær einnig í mikla reynslu þar.
Það frábært að sjá hvernig Danirnir taka Emil inn í hópinn og er hann bara eins og einn af þeim í þessum samæfingum. Ótrúlega mikilvæg og lærdómsrík reynsla fyrir straákinn og líka Víglund situr með dönsku þjálfurunum í bílnum og nær einnig í mikla reynslu þar.
Okkar “ lið “ eyddi deginum í tækniæfingu , fórum brautina á bílnum og skoðuðum aðstæður vel , svo hjólaði Emil tímatöku brautina sem er hraðbrautar kaflinn úr hópstartinu , eftir það skellti hann sér í nokkrar brekku keyrslur og endaði á að hjóla sig niður á trainer í skugga við hótelið.
Góður dagur og við klárir í annann spennandi dag á morgunn
Með kveðju frá Trabzon
Viglundur
Viglundur
No comments:
Post a Comment