Jæja þá er stórstundin orðinn að veruleika fyrsta keppninn á alþjóðlegri grundu og það ekkert að verra sortinni , allir efnilegustu hjólreiðamenn evrópu saman komnir og gaman að sjá hvort drengurinn á heima hér eða ekki.
Dagurinn byrjaði HRÆÐILEGA, Emil fór vegg meginn framúr og allt var í hnút , maginn hringsnertist og skilaði allri nærinu gærdagsins í stóru postulínsskálina á herberginu og ekkert komst niður hvorki matur né vökvi.
Þar með voru öll plön dagsins ónýt og undirbúningurinn í molum, eftir nokkrar erfiðar stundir var ákveðið að mæta á staðinn og sjá hvort hægt væri að þrauka í gegnum þetta.
Hann hóf upphitun á trainer í skugga undir hraðbrautarbrú og var sannarlega þörf á því, því sólinn skein og 36 gráðu hiti.
Þegar leið á upphitunin fóru orkudrykkar að renna niður og nokkur orku gel og eftir gott samtal við Andra frá ÍSÍ og símtal frá Maríu Ögn fóru hlutirnir að snúast aðeins betur.
Kl 13.33 á staðartíma var hann kynntur til leiks , startað á palli eins og í öðrum stórum mótum og drengurinn renndi á stað í óvissuna á eftir sænskum keppninauti. Emil byrjaði frekar illa en eftir ca 5 til 6 min fór hann að snúna betur og eftir að hafa snúið við eftir fyrstu 4,5 km datt hann í gírinn og hjólaði ótrúlega vel seinni hlutann og vann vel á þann sænska .
Hann kom í mark við mikinn fögnuð fjölmargra íslenskra áhorfenda við markið á tímanum 14:19
Frábær tími og meðal hraðinn 37,72 km/klst, en Emil hafði sett sér markmið fyrir keppni að klára á 15 min.
Þessi tími skilaði honum 78 sæti af 96 keppendum en dæmi um hversu jöfn þessi keppni er þá munar ekki nema 76 sekúndum á Emil og þjóðverjanum sem var í 2 sæti ( 13:03), þannig að örfár sec í viðbót hefði lyft honum hátt upp í listanum. Sigurvegarinn var svo besti vinur Emils í danska landsliðinu Matthias K, en hann gekk í þann skóla í vetur sem danirnir vilja fá Emil í og sigraði hann á 12:40 , 23 sek á undan næsta manni , ótrúlegur tími hjá 16 ára gömlum dreng.
Danski þjálfarinn talaði við Emil eftir keppnina og sagði hann geta verið stoltan af þessum árangri , ári yngri en flestir keppendur , reynslu lítill og í sinni fyrstu keppni, og óskaði honum til hamingju með að vera búinn að sanna sig.
Pabbi gamli getur ekki annað en verið stoltur eftir erfiðan dag þar sem við náðum að halda haus þrátt fyrir allt mótlætið í morgun og drengurinn kom svo og sannaði að hann á fullt erindi í að hjóla með þeim bestu í Evrópu á hans aldri.
Við þökkum kveðjunar og stuðninginn í dag og leggjumst í hvílu fyrir átök morgun dagsins sem eru 2 stk Criterium keppni, 25 km kl 10:00 og 35 km kl 15:00
Sveitt kveðja úr 36 stiga hita
Illa upplagðir í upphitun
Andri að stappa í hann stálinu
Á æfingu í gær
Þessar hafa komið sér vel , ferðast í þeim , sofið og æft ,
Þarf kannski að þvo þær þegar við komum heim ;)
Ótrúlega gaman að fylgjast með þér í þessu. Er grænn af öfund :) Þú massar það sem eftir er!
ReplyDeletekv. Anton Örn
Gaman að fylgjast með ykkur feðgum. Þú ert að standa þig gríðarlega vel Emil Tumi.
ReplyDeleteKveðja
Helgi Hinriks